Í sölugáttinni getur þú handskráð sölu ef viðskiptavinurinn er á staðnum hjá þér.
Söluupplýsingar
- Undir valmyndinni efst hægra megin á skjánum skal velja Sölur > Skrá nýja sölu.
- Fylltu út kennitölu greiðanda. Ef viðkomandi er þegar notandi að Pei, ættu nafn, netfang og farsími að birtast en að öðrum kosti þarfa að fylla út þær upplýsingar.
- Skráðu upplýsingar um söluna, vöruheiti, magn og einingaverð.
- Hægt er að skrá upplýsingar um fleiri en eina vöru með því að velja „Bæta við sölu“ hnappinn.
- Veldu svo hnappinn „Áfram í greiðslumáta“.
Greiðslumáti
- Hér er hægt að velja fjölda gjalddaga ef viðskiptavinur óskar eftir því. Ef greiðslan er skilin eftir í einum gjalddaga þá getur viðskiptavinurinn dreift kaupunum sjálfur í Pei appinu eða á Pei.is allt að 14 dögum eftir að viðskiptin eiga sér stað. Ekki er hægt að skipta greiðslum fyrir upphæðir undir 20.000 kr. Greiðsluáætlunin ætti að birtast neðar á síðunni.
- Það eru þrjár leiðir til að staðfesta kaupinn
a. Með PIN í gegnum SMS. Viðskiptavinur fær sent SMS í símann sinn með PIN númeri sem hann afhendir söluaðila til staðfestingar í viðmótinu.
b. Undirrita með rafrænni staðfestingu. Gætið að því að viðskiptavinurinn sé með símann ólæstan áður en þessi leið er valinn.
c. Kaupandi skrifar undir staðfestingu. Ef hinar tvær leiðirnar eru ekki í boði einhverra hluta vegna þá er hægt að prenta út lánasamninginn til undirritunnar. Gætið þess að haka við að viðkomandi hafi undirritað samningin og að geyma undirritaða eintakið.
- Þá ætti ekkert að vera eftir nema að velja hnappinn „Ganga frá sölu“. Bæði söluaðilinn og viðskiptavinur ættu að fá sendan tölvupóst með staðfestingu á að kaupin séu frágengin og söluaðili getur afhent viðskiptavin vöruna.
Express
Einnig er í boði að velja Express ferlið til að skrá sölu en það er einskonar flýtimeðferð. Sölur með Express eru eingreiðslur en viðskiptavinur getur dreift sjálfur eftir á í Pei appinu.
- Undir Sölur > Skrá sölu skaltu velja Express
- Þú skráir inn upplýsingar um söluna. Sjálfgefið vöruheiti er „Sala“ en hægt er að breyta því.
- Sláðu inn kennitölu viðkomandi eða einkvæman 12 stafa barkóða sem viðskiptavinur sýnir þér í Pei appinu. Ef viðskiptavinur er þegar notandi að Pei munu upplýsingar um viðkomandi fyllast út sjálfkrafa..
- Veldu „Staðfesta sölu“ og þá ætti viðkomandi að fá sms til að staðfesta söluna, eða ef barkóði var sleginn inn, staðfestist salan um leið.
Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.
Einnig bendum við þér á að skoða https://pei.is/developer til að fá frekari upplýsingar um tengingar við vefverslunarkerfi og fleira.
Upphæð lægri en 3.000 kr.
- Áminning 1.178 kr.
- Fyrsta innheimtubréf 1.612 kr.
- Símtal 682 kr.
- Annað innheimtubréf 1.612 kr.
- Þriðja innheimtubréf 1.612 kr.
Upphæð á bilinu 3.000 kr. – 10.499 kr.
- Áminning 1.178 kr.
- Fyrsta innheimtubréf 2.604 kr.
- Símtal 682 kr.
- Annað innheimtubréf 2.604 kr.
- Þriðja innheimtubréf 2.604 kr.
Upphæð á bilinu 10.500 kr. – 84.999 kr.
- Áminning 1.178 kr.
- Fyrsta innheimtubréf 4.588 kr.
- Símtal 682 kr.
- Annað innheimtubréf 4.588 kr.
- Þriðja innheimtubréf 4.588 kr.
Upphæð hærri en 85.000 kr.
- Áminning 1.178 kr.
- Fyrsta innheimtubréf 7.316 kr.
- Símtal 682 kr.
- Annað innheimtubréf 7.316 kr.
- Þriðja innheimtubréf 7.316 kr.
Gildir frá 17. október 2019. Öll verð innifela virðisaukaskatt.
Ef þú lendir í vanskilum getur þú séð stöðu þeirra á Mínum síðum hjá Motus.
Félagið sem á og rekur Pei heitir Greiðslumiðlun og eru greiðsluseðlar sendir undir því nafni.
Öll vanskil fara í innheimtu hjá Motus. Innheimta er kostnaðarsöm og því hvetjum við þig til að forðast slíkt. Innheimtuferli Pei er eftirfarandi:
- Áminning er send 2 dögum eftir eindaga kröfu
- Innheimtubréf 1 er sent 12 dögum eftir eindaga
- Símtal
- Innheimtubréf 2 er sent 22 dögum eftir eindaga
- Innheimtubréf 3 er sent 32 dögum eftir eindaga
Kostnaður við innheimtu fer eftir upphæð kröfunnar. Sjá verðskrá Motus fyrir innheimtukostnað.
Ef þú lendir í vanskilum getur þú séð stöðu þeirra á Mínum síðum hjá Motus.
Greiðsluseðillinn berst í heimabankann 10 dögum fyrir eindaga. Þú getur dreift og frestað greiðslunni fram að eindaga í Pei appinu.
Þegar þú kaupir vöru með Pei færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan þessa 14 daga getur þú farið inná þjónustuvefinn eða appið og sótt um 30 eða 60 daga frest eða dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði.
Ekki bíða of lengi með að fresta greiðslu, þar sem í einstaka tilvikum er um færri daga en 14 að ræða.
Þú getur fylgst með stöðunni þinni í Pei appinu sem má sækja í App Store eða Google Store.
Þegar þú hefur gengið frá kaupum með Pei færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan þessara 14 daga getur þú farið á Mínar síður eða í appið, og frestað eða dreift greiðslunum.
- Hægt er að velja milli þessa að fresta greiðslu í 30 eða 60 daga
- Hægt er að dreifa upphæð að 1.000.000 kr. á allt að 36 mánuði
- Hægt er að dreifa upphæð frá 1.000.000 til 2.000.000 kr. á allt að 48 mánuði standist þú lánareglur Pei
Ekki bíða of lengi með að fresta greiðslu, þar sem í einstaka tilvikum er um færri daga en 14 að ræða.
Þú sækir Pei appið í App Store eða Google Store.
Verðskráin gildir frá 22. september 2023
Fresta í 14 daga
- Fyrir upphæð lægri en 3.000 kr. er 99 kr. greiðslugjald
- Fyrir upphæð á bilinu 3.001-20.000 kr. er 199 kr. greiðslugjald
- Fyrir upphæð hærri en 20.001 kr. er 299 kr. greiðslugjald
- Vextir eru 0%
- Lántökugjald er 0%
Fresta í 30 daga
30 daga frestur er í boði fyrir upphæðir frá 3.000 kr.
- Fyrir upphæð á bilinu 3.000-10.000 kr. er 199 kr. greiðslugjald
- Fyrir upphæð hærri en 10.001 kr. er 399 kr.
- Vextir eru 0%
- Lántökugjald er 2,95%
Fresta í 60 daga
60 daga frestur er í boði fyrir upphæðir frá 3.000 kr.
- Fyrir upphæð á bilinu 3.000 – 9.999 kr. er 199 kr. greiðslugjald
- Fyrir upphæð 10.000 kr. og hærri er 399 kr. greiðslugjald
- Vextir eru 0%
- Lántökugjald er 4,95%
Dreifa
Greiðsludreifing er í boði fyrir upphæðir frá 30.000 kr.
- Fyrir upphæð á bilinu 30.000-49.999 kr. er 99 kr. greiðslugjald
- Fyrir upphæð á bilinu 50.000-99.999.kr. er 199 kr.
- Fyrir upphæð hærri en 100.000 kr. er 349 kr.
- Ársvextir eru 18,65%
- Lántökugjald er 3,95%
- Afborgunargjald greiðsludreifingar er 549 kr.
*Vextir og lántökugjald kunna að vera önnur en verðskráin segir til um – aldrei hærra en mögulega lægra.