Hvernig sendi ég greiðsluhlekk?
Að senda greiðsluhlekk er notað þegar viðskiptavinurinn er ekki á staðnum hjá þér. Þú skráir upplýsingar um söluna og tengill er sendur í sms’i á símanúmer viðkomandi sem getur þá gengið frá greiðslunni
- Veldu Sölur > Stofna greiðsluhlekk
- Fylltu út kennitölu greiðanda. Ef viðkomandi er þegar notandi að Pei, ættu nafn, netfang og farsími að birtast en að öðrum kosti þarfa að fylla út þær upplýsingar.
- Skrifaðu inn tilvísun
- Skráðu upplýsingar um söluna, vöruheiti, magn og einingaverð.
- Hægt er að skrá upplýsingar um fleiri en eina vöru með því að velja „Bæta við sölu“ hnappinn.
- Veldu hnappinn „Stofna hlekk“. Þá færðu möguleika á að senda greiðsluhlekkinn á viðskiptavininn í gegnum SMS, tölvupóst og/eða í gegnum Push Notification í Pei appið. Hægt er að haka við alla möguleika eða velja einn. Einnig birtist slóðin á hlekkinn neðst sem er hægt að afrita og senda í gegnum aðrar samskiptaleiðir eins og spjallforrit eða samfélagsmiðla.
Þú getur svo fylgst með hvort viðskiptavinir hafi gengið frá greiðslu inn á síðunni Söluyfirlit.
