Heimildin mín
Hámarksheimild í Pei er 2.000.000 kr. Lánaheimildir í Pei eru meðal annars ákvarðaðar út frá lánshæfismati Creditinfo, aldri lántaka og lánareglum Pei. Lágmarksupphæð til dreifingar er 30.000 kr.
Heimildin þín ákvarðast einnig af hámarksfjölda kaupa, en hægt er að vera með 15 virk (ógreidd) kaup hjá Pei í einu, og 5 kaup innan sama dags.
Að nota Pei hefur engin áhrif á heimildir þínar á greiðslukortum eða í öðrum bankaviðskiptum.
Skoða heimildina í appinu
Hér má sjá mynd af því hvernig maður skoðar heimildina („Til ráðstöfunnar“) í appinu en það er gert á fyrstu opnunni með því að velja „Sýna“.
Þú sækir Pei appið í App Store eða Google Store.
Skoða heimildina á Mínum síðum
Þú innskráir þig á Mínar síður með rafrænum skilríkjum.
1. Veldu Heimild sem er efst á síðunni hægra megin og þá opnast lítill gluggi með upplýsingum um heildarheimild og úttektarheimild.
2. Undir Virkar kaupbeiðnir sérðu lista yfir núverandi notkun þín.
3. Undir Yfirlit kaupa sérðu öll kaup, bæði sem búið er að greiða og á eftir að borga.
Skoða notkunina í appinu
Þú getur nálgast yfirlit yfir notkun þína á fyrstu opnunni í Pei appinu. Hægt er að sækja appið í App Store eða Google Store.
Skoða notkunina á Mínum síðum
Þú getur skráð þig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum, þar sem þú hefur yfirlit yfir notkun þína með Pei.
1. Undir Virkar kaupbeiðnir sérðu lista yfir núverandi notkun þín.
2. Undir Yfirlit kaupa sérðu öll kaup, bæði sem búið er að greiða og á eftir að borga.
Borgað með Pei
Greiðsluseðillinn berst í heimabankann 10 dögum fyrir eindaga. Þú getur dreift og frestað greiðslunni fram að eindaga í Pei appinu.
Félagið sem á og rekur Pei heitir Greiðslumiðlun og eru greiðsluseðlar sendir undir því nafni.
Það eru tvær ástæður fyrir því að þú gætir fengið höfnun þegar þú ætlar að borga með Pei:
1. Skortur á úttektarheimild. Hámarksheimild í Pei er 2.000.000 kr. en það ræðst þó af aldri og hversu gott lánshæfismat þú ert með hversu há heimildin er. Þú getur séð heimildina þín í Pei appinu eða á Mínum síðum.
2. Hámarksfjöldi kaupa. Hægt er að vera með 15 virk (ógreidd) kaup hjá Pei í einu, þar af 5 kaup innan sama dags.
Dreifa, fresta, breyta
Þegar þú hefur gengið frá kaupum með Pei færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan þessara 14 daga getur þú farið inn á þjónustuvefinn eða appið og dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði.
Dreifing til 48 mánaða er aðeins í boði fyrir upphæðir á bilinu 1.000.000 – 2.000.000 kr. og fyrir þá sem standast lánshæfismat Pei. Greiðsludreifing er í boði fyrir upphæðir frá 30.000 kr.
Þegar þú kaupir vöru með Pei færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan þessa 14 daga getur þú farið inná þjónustuvefinn eða appið og sótt um 30 eða 60 daga frest eða dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði.
Ekki bíða of lengi með að fresta greiðslu, þar sem í einstaka tilvikum er um færri daga en 14 að ræða.
Þú getur fylgst með stöðunni þinni í Pei appinu sem má sækja í App Store eða Google Store.
Ef þú greiðir ekki greiðsluseðlana þína af einhverjum sökum fara vanskilin í innheimtu hjá Motus. Það að mál fari í innheimtu er kostnaðarsamt og því hvetjum við þig til að forðast það. Innheimtuferli Pei er eftirfarandi:
Kostnaður við innheimtu fer eftir upphæð kröfunnar. Sjá verðskrá Motus fyrir innheimtukostnað.
Ef þú lendir í vanskilum getur þú séð stöðu þeirra á Mínum síðum hjá Motus.
Mínar síður
Þú hefur góða yfirsýn yfir stöðu minna mála á Mínum síðum
Þjónustuver
Sendu póst á pei@pei.is eða hringdu í 527 5400. Opið 9-16 virka daga.