Hverjir eru kostir Pei fyrir söluaðila?

Pei gerir viðskiptavinum þínum kleift að borga eins og þeim hentar best. Fjórtán daga greiðslufrest er sjálgefinn en viðkomandi hefur einnig möguleika á að fresta greiðslu um 30 eða 60 daga, eða dreifa á allt að 48 mánuði. Hægt er að bjóða upp á Pei sem greiðslumáta á nokkra vegu:

 

  1. Í vefverslun
    Þú getur tengt greiðslusíðuna okkar við vefversluna þína þar sem viðskiptavinur þinn getur gengið frá greiðslunni eins og viðkomandi hentar best.
  2. Í posa
    Í boði eru snertilausar greiðslur með Pei appinu fyrir posa. Fljótlega og þægileg leið til að ganga frá greiðslu þar sem appið sér um að auðkenna viðskiptavininn.
  3. Senda greiðsluhlekk gegnum sölugátt Pei
    Þú færð aðgang að sölugátt Pei sem er þjónustuvefur til að stofna greiðslur. Viðskiptavinurinn fær sms með link á greiðslusíðu og getur þar gengið frá greiðslunni eins og viðkomandi hentar best.

 

Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.

Þessi vefsíða
notar vafrakökur

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun

Stillingar fyrir vafrakökur

Samþykkja notkun