Lánaheimildir í Pei eru ákvarðaðar út frá lánshæfismati Creditinfo, aldri lántaka og lánareglum Pei.
- Lánaheimild í Pei er mest 2.000.000 kr.
- Hámarksfjöldi kaupa eru 15 virk (ógreidd) kaup í einu
- Hámarksfjöldi kaupa eru 5 innan sama dags
- Lágmarksupphæð til dreifingar er 30.000 kr.
Að nota Pei hefur engin áhrif á heimildir þínar á greiðslukortum eða í öðrum bankaviðskiptum.
Nei. Pei tekur ekki veð í bílnum og því skiptir engu máli hversu gamall bíllinn er.
Lán undir 1 m.kr. er hægt að dreifa á 36 mánuði, en lán yfir 1 m.kr. er hægt að dreifa á allt að 48 mánuði.
Hámarksheimild í Pei er 2.000.000 kr., en hún ákvarðast út frá lánshæfismati þínu hjá Creditinfo, aldri og lánareglum okkar.
Þú getur séð heimildina þína með því að sækja Pei appið. Hjá „Til ráðstöfunnar“ skaltu velja „Sýna“ og þá birtist upphæðin, sjá mynd.

Ef þú vilt skoða lánshæfismatið þitt þá bendum við þér á að skrá þig inn á Mitt Creditinfo.
Þegar þú ert á bílasölunni og búin að finna rétta bílinn, segðu þá sölumanninum að þú viljir greiða fyrir bílinn með Pei og þeir leiða þig í gegnum ferlið.
Hafðu í huga að þú þarft að ákveða á hve marga mánuði þú vilt dreifa greiðslunum þegar þú gengur frá láninu á bílasölunni, þar sem ekki er hægt að dreifa Pei bílalánum eftirá.
Það gætu verið tvær ástæður fyrir höfnuninni:
- Skortur á úttektarheimild. Hámarksheimild í Pei er 2.000.000 kr. en ræðst þó af aldri og hversu gott lánshæfismat þú ert með hversu há heimildin er. Þú getur séð heimildina þín í Pei appinu eða á Mínum síðum.
- Hámarksfjöldi kaupa. Hægt er að vera með 15 virk (ógreidd) kaup hjá Pei í einu, þar af 5 kaup innan sama dags.
Aðeins er greidd veltutengda þóknun af sölum og eru engin önnur gjöld sem bætast við. Þú færð uppgjör 14 dögum eftir sölu óháð því hvort greiðslu var frestað eða dreift.
Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.
Pei gerir viðskiptavinum þínum kleift að borga eins og þeim hentar best. Fjórtán daga greiðslufrest er sjálgefinn en viðkomandi hefur einnig möguleika á að fresta greiðslu um 30 eða 60 daga, eða dreifa á allt að 48 mánuði. Hægt er að bjóða upp á Pei sem greiðslumáta á nokkra vegu:
- Í vefverslun
Þú getur tengt greiðslusíðuna okkar við vefversluna þína þar sem viðskiptavinur þinn getur gengið frá greiðslunni eins og viðkomandi hentar best.
- Í posa
Í boði eru snertilausar greiðslur með Pei appinu fyrir posa. Fljótlega og þægileg leið til að ganga frá greiðslu þar sem appið sér um að auðkenna viðskiptavininn.
- Senda greiðsluhlekk gegnum sölugátt Pei
Þú færð aðgang að sölugátt Pei sem er þjónustuvefur til að stofna greiðslur. Viðskiptavinurinn fær sms með link á greiðslusíðu og getur þar gengið frá greiðslunni eins og viðkomandi hentar best.
Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.
Pei er þægileg lausn fyrir fyrirtæki til að taka við greiðslum, hvort sem er í vefverslun eða gegnum posa á staðnum. Bjóðum einnig tengingar við helstu afgreiðslukerfi.
Betri þjónusta við viðskiptavini þína
Pei er í notkun á yfir 1500 sölustöðum og um 40.000 einstaklingar sem notað það til að borga fyrir vörur og þjónustu. Pei er því góð leið til að stækka viðskiptamannahópinn.
Öryggi
Rafræn auðkenning tryggir öryggi kaupenda og seljenda gagnvart óprúttnum aðilum sem reyna að nálgast persónu- og greiðsluupplýsingar á netinu.
Engin áhætta
Pei kannar greiðsluhæfi þeirra sem óska eftir viðskiptum með greiðsluseðlum sem dregur úr líkum á vanskilum. Þú færð uppgjör 14 dögum eftir sölu óháð því hvort greiðslu var frestað eða dreift
Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.
Að senda greiðsluhlekk er notað þegar viðskiptavinurinn er ekki á staðnum hjá þér. Þú skráir upplýsingar um söluna og tengill er sendur í sms’i á símanúmer viðkomandi sem getur þá gengið frá greiðslunni
- Veldu Sölur > Stofna greiðsluhlekk
- Fylltu út kennitölu greiðanda. Ef viðkomandi er þegar notandi að Pei, ættu nafn, netfang og farsími að birtast en að öðrum kosti þarfa að fylla út þær upplýsingar.
- Skrifaðu inn tilvísun
- Skráðu upplýsingar um söluna, vöruheiti, magn og einingaverð.
- Hægt er að skrá upplýsingar um fleiri en eina vöru með því að velja „Bæta við sölu“ hnappinn.
- Veldu hnappinn „Stofna hlekk“. Þá færðu möguleika á að senda greiðsluhlekkinn á viðskiptavininn í gegnum SMS, tölvupóst og/eða í gegnum Push Notification í Pei appið. Hægt er að haka við alla möguleika eða velja einn. Einnig birtist slóðin á hlekkinn neðst sem er hægt að afrita og senda í gegnum aðrar samskiptaleiðir eins og spjallforrit eða samfélagsmiðla.
Þú getur svo fylgst með hvort viðskiptavinir hafi gengið frá greiðslu inn á síðunni Söluyfirlit.
