Hvernig breyti ég lykilorði að þjónustuvefnum?

 1. Ef þú ert þegar búin að innskrá þig þá skaltu smella á valmyndina efst í hægra horninu á skjánum og þar undir Breyta lykilorði.
 2. Þá opnast síða þar sem þú getur búið til nýtt lykilorð, sjá neðri skjámynd.

 

Mynd af þjónustuvefnum

Mynd af þjónustuvefnum

Hvar get ég breytt eða fellt niður sölu?

Byrjið á að fara inn á þjónustuvefinn og velja Sala > Söluyfirlit sem er efst á síðunni hægra megin á síðunni.

Mynd af þjónustuvefnum

 

 1. Hægt er að smella á örina sem er vinstra megin við færsluna til að sjá nánari upplýsingar.
 2. Vinstra megin við færslu birtast tvö tákn, skiptilykill til að breyta færslur og x til að fella niður færslu. Vinsamlega athugið að ekki er hægt að lækka höfuðstól á færslu eftir á aðeins hækka.

Hvar finn ég uppgjör fyrir sölur?

Inn á þjónustuvefnum undir „Uppgjör“ sem er efst á síðunni hægra megin má finna söluyfirlitinu yfir allar þær færslur sem hafa verið gerðar upp.

 

 

Mynd af þjónustuvefnum

 

 1. Hægt er að leita að tilteknum færslum, til dæmis eftir dagsetningu eða kennitölu.
 2. Hægt er að taka út gögnin í Excel til að vinna með frekar.

Hvernig skrái ég sölu?

Inn á þjónustuvef fyrirtækja getur þú skráð sölu og þannig sent viðskiptavin þínum greiðsluhlekk þar sem viðkomandi getur gengið frá greiðslunni. Ekki er nauðsynlegt að einstaklingur sé skráður notandi Pei til að mótttaka greiðsluhlekk.

 

Undir valmyndinni efst hægra megin á skjánum skal velja Sölur > Skrá nýja sölu.

 

Mynd af viðmótinu

 

Söluupplýsingar

 

 1. Fylltu út kennitölu greiðanda. Ef viðkomandi er þegar notandi að Pei, ættu nafn, netfang og farsími að birtast en að öðrum kosti þarfa að fylla út þær upplýsingar.
 2. Skráðu upplýsingar um söluna, lýsingu og upphæð.
 3. Hægt er að skrá upplýsingar um fleiri en eina vöru með því að velja „Bæta við sölu“ hnappinn.
 4. Veldu svo hnappinn „Áfram í greiðslumáta“.

 

Mynd af viðmótinu

 

Greiðslumáti

 

 1. Hægt er að velja um fjölda gjaldddaga frá einum upp í 48. Ekki er hægt að skipta greiðslum fyrir upphæð undir 20.000 kr. Greiðsluáætlunin ætti að birtast neðar á síðunni.
 2. Það eru þrjár leiðir til að staðfesta kaupinn
  a. Með PIN í gegnum SMS. Viðskiptavinur þinn fær sent SMS í símann sinn með PIN númeri og hefur 5 mínútur til að staðfesta.
  b. Undirrita með rafrænni staðfestingu. Þegar beiðni hefur verið send, hefur viðkomandi 24 klukkustundir til að samþykkja kaupin. Þú getur fylgst með á vefnum hvort beiðnin hafi verið samþykkt eða ekki.
  c. Kaupandi skrifar undir staðfestingu. Ef aðili er ekki með rafræn skilríki þá er hægt að prenta út samninginn til undirritunnar. Gætið þess að haka við að viðkomandi hafi undirritað samningin og að geyma undirritaða eintakið.
 3. Þá ætti ekkert að vera eftir nema að velja hnappinn „Ganga frá sölu“.

Verðskrá innheimtu

Upphæð lægri en 3.000 kr.

 

 • Áminning 1.178 kr.
 • Fyrsta innheimtubréf 1.612 kr.
 • Símtal 682 kr.
 • Annað innheimtubréf 1.612 kr.
 • Þriðja innheimtubréf 1.612 kr.

 

Upphæð á bilinu 3.000 kr. – 10.499 kr.

 

 • Áminning 1.178 kr.
 • Fyrsta innheimtubréf 2.604 kr.
 • Símtal 682 kr.
 • Annað innheimtubréf 2.604 kr.
 • Þriðja innheimtubréf 2.604 kr.

 

Upphæð á bilinu 10.500 kr. – 84.999 kr.

 

 • Áminning 1.178 kr.
 • Fyrsta innheimtubréf 4.588 kr.
 • Símtal 682 kr.
 • Annað innheimtubréf 4.588 kr.
 • Þriðja innheimtubréf 4.588 kr.

 

Upphæð hærri en 85.000 kr.

 

 • Áminning 1.178 kr.
 • Fyrsta innheimtubréf 7.316 kr.
 • Símtal 682 kr.
 • Annað innheimtubréf 7.316 kr.
 • Þriðja innheimtubréf 7.316 kr.

 

Gildir frá 17. október 2019. Öll verð innifela virðisaukaskatt.

Ef þú lendir í vanskilum getur þú séð stöðu þeirra á Mínum síðum hjá Motus.

Hvað gerist ef ég get ekki borgað?

Ef þú greiðir ekki greiðsluseðlana þína af einhverjum sökum fara vanskilin í innheimtu hjá Motus. Það að mál fari í innheimtu er kostnaðarsamt og því hvetjum við þig til að forðast það. Innheimtuferli Pei er eftirfarandi:

 

 • Áminning er send 2 dögum eftir eindaga kröfu
 • Innheimtubréf 1 er sent 12 dögum eftir eindaga
 • Símtal
 • Innheimtubréf 2 er sent 22 dögum eftir eindaga
 • Innheimtubréf 3 er sent 32 dögum eftir eindaga

 

Kostnaður við innheimtu fer eftir upphæð kröfunnar. Sjá verðskrá Motus fyrir innheimtukostnað.

 

Ef þú lendir í vanskilum getur þú séð stöðu þeirra á Mínum síðum hjá Motus.

Hvernig get ég frestað greiðslu?

Þegar þú kaupir vöru með Pei færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan þessa 14 daga getur þú farið inná þjónustuvefinn eða appið og sótt um 30 eða 60 daga frest eða dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði.

 

Ekki bíða of lengi með að fresta greiðslu, þar sem í einstaka tilvikum er um færri daga en 14 að ræða.

 

Þú getur fylgst með stöðunni þinni í Pei appinu sem má sækja í App Store eða Google Store.