Borgaðu eins og þér hentar best

Hvað er Pei?

Með Pei getur þú keypt strax það sem þig vantar og borgað eins og þér hentar best.

Hvað hentar þér best?

→14

Fresta

0% vextir í 14 daga

30/60

Fresta

0% vextir í 30 eða 60 daga

→48

Dreifa

Allt að 48 mánuðir

Appið leysir málið

Það er ekkert mál að borga með Pei appinu og þar er allt á einum stað.

Sjá meira í appinu

Reiknaðu dæmið

Sjáðu hvernig þínar greiðslur gætu litið út.

14 daga greiðslufrestur

→ Heildargreiðsla

kr.

→ Heildargreiðsla

kr.

Á mánuði

→ Heildargreiðsla

kr.

ÁHK

Skoða nánar

Svona gæti þetta litið út.
Endanlegt verð er hægt að sjá í appinu.

Allt uppi á borðum

Í appinu hefur þú alltaf góða yfirsýn yfir stöðuna þína og hvenær þú klárar síðustu greiðsluna.

Kynntu þér
hvað er í boði

Yfir 1.500 söluaðilar bjóða upp á Pei.

Sækja appið

Spurt og svarað

Hvað er Pei?

Með Pei getur þú keypt núna og borgað seinna. Þegar þú gengur frá kaupum færðu alltaf 14 daga greiðslufrest sem svo er hægt að lengja í 30 eða 60 daga eða dreifa greiðslunum í allt að 48 mánuði.

 

Í Pei appinu geturðu skoðað heimildina þína og fundið lista yfir alla 1.500 söluaðilana sem taka við Pei sem greiðslu. Þú finnur Pei appið í App Store eða Google Store og notar rafræn skilríki til að innskráningar.

Hvernig borga ég með Pei?

Það eru tvær leiðir til að borga með Pei:

 

Í vefverslun
Þegar þú ert að borga velur þú Pei sem greiðsluleið og við það færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan þessara 14 daga getur þú farið inn á þjónustuvefinn eða appið og sótt um 30 eða 60 daga frest eða dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði. Greiðsluseðill berst í heimabanka 10 dögum fyrir eindaga.

 

Í verslun
Ef þú ert með Pei appið getur þú greitt með því í verslun á svipaðan hátt og þegar greitt er með greiðslukorti í síma. Þegar þú ert að borga velur þú Pei sem greiðsluleið í posa eða við kassann og við það færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan 14 daga greiðslufrestsins getur þú farið inn á þjónustuvefinn eða appið og sótt um 30 eða 60 daga frest eða dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði. Greiðsluseðill berst í heimabanka 10 dögum fyrir eindaga.

Hvar sé ég yfirlit yfir notkunina mína hjá Pei?

Þú getur nálgast yfirlit yfir notkun þína á fyrstu opnunni í Pei appinu. Hægt er að sækja appið í App Store eða Google Store.

 

Hvernig get ég byrjað að borga með Pei?

Þegar keypt er fyrir lægri upphæðir en 20.000 kr. í vefverslunum þarf ekkert að gera annað en að velja Pei sem greiðslumáta þegar þú ert að borga. Þá færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest og greiðsluseðill berst í heimabanka u.þ.b. fjórum dögum eftir kaup, 10 dögum fyrir eindaga. Viljir þú fresta eða dreifa greiðslum sækir þú appið eða skráir þig inn á þjónustuvefinn.
Fyrir hærri upphæðir þarftu einungis að sækja appið og skrá þig sem notanda.

 

Þú sækir Pei appið í App Store eða Google Store.

Hvar sé ég heimildina mína?

Þú getur alltaf séð heimildina þína í Pei appinu og á þjónustuvefnum. Hámarksheimild einstaklinga er 2.000.000 kr. Heimildin er ákvörðuð út frá lánshæfismati hvers og eins. Hér má sjá mynd af því hvernig maður skoðar heimildina („Til ráðstöfunnar“) í appinu en það er gert á fyrstu opnunni með því að velja „Sýna“.

 

Skoða heimild í appinu

 

Að nota Pei hefur engin áhrif á heimildir þínar á greiðslukortum eða í öðrum bankaviðskiptum.

 

Þú sækir Pei appið í App Store eða Google Store.

 

Hvað kostar að nota Pei?

Verðskráin gildir frá 24. mars 2023

Pei fresta í 14 daga

 

  • Fyrir upphæð lægri en 3.000 kr. er 99 kr. greiðslugjald
  • fyrir upphæð á bilinu 3.001-20.000 kr. er 129 kr. greiðslugjald
  • Fyrir upphæðin hærri en 20.001 kr. er 299 kr. greiðslugjald
  • Vextir eru 0%
  • Lántökugjald er 0%

 

Pei fresta í 30 daga

  • Fyrir upphæð lægri en 10.000 kr. er 199 kr. greiðslugjald
  • Fyrir upphæð hærri en 10.001 kr. er 399 kr.
  • Vextir eru 0%
  • Lántökugjald er 2,75%

 

Pei fresta í 60 daga

  • Fyrir upphæðir á bilinu 0 – 9.999 kr. er 199 kr. greiðslugjald
  • Fyrir upphæðir 10.000 kr. og hærri er 399 kr. greiðslugjald
  • Vextir eru 0%
  • Lántökugjald er 4,75%

 

Dreifa

  • Fyrir upphæð að 49.999 kr. er 99 kr. greiðslugjald
  • Fyrir upphæð á bilinu 50.000-99.999.kr. er 199 kr.
  • Fyrir upphæð hærri en 100.000 kr. er 299 kr.

 

  • Ársvextir eru 14,90%
  • Lántökugjald er 3,95%
  • Afborgunargjald er 499 kr.

 

*Vextir og lántökugjald kunna að vera önnur en verðskráin segir til um – aldrei hærra en mögulega lægra.

Hvað gerist ef ég get ekki borgað?

Ef þú greiðir ekki greiðsluseðlana þína af einhverjum sökum fara vanskilin í innheimtu hjá Motus. Það að mál fari í innheimtu er kostnaðarsamt og því hvetjum við þig til að forðast það. Innheimtuferli Pei er eftirfarandi:

 

  • Áminning er send 2 dögum eftir eindaga kröfu
  • Innheimtubréf 1 er sent 12 dögum eftir eindaga
  • Símtal
  • Innheimtubréf 2 er sent 22 dögum eftir eindaga
  • Innheimtubréf 3 er sent 32 dögum eftir eindaga

 

Kostnaður við innheimtu fer eftir upphæð kröfunnar. Sjá verðskrá Motus fyrir innheimtukostnað.

 

Ef þú lendir í vanskilum getur þú séð stöðu þeirra á Mínum síðum hjá Motus.

Hvenær kemur greiðsluseðillinn í heimabankann?

Greiðsluseðillinn berst í heimabankann 10 dögum fyrir eindaga. Þú getur dreift og frestað greiðslunni fram að eindaga í Pei appinu.

Af hverju fæ ég greiðsluseðil frá Greiðslumiðlun?

Félagið sem á og rekur Pei heitir Greiðslumiðlun og eru greiðsluseðlar sendir undir því nafni.

 

Hvernig get ég dreift greiðslu?

Þegar þú hefur gengið frá kaupum með Pei færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan þessara 14 daga getur þú farið inn á þjónustuvefinn eða appið og dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði.

 

Dreifing til 48 mánaða er aðeins í boði fyrir upphæðir á bilinu 1.000.000 – 2.000.000 kr. Ekki er hægt að dreifa greiðslum undir 20.000 kr.

Hvernig get ég frestað greiðslu?

Þegar þú kaupir vöru með Pei færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan þessa 14 daga getur þú farið inná þjónustuvefinn eða appið og sótt um 30 eða 60 daga frest eða dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði.

 

Ekki bíða of lengi með að fresta greiðslu, þar sem í einstaka tilvikum er um færri daga en 14 að ræða.

 

Þú getur fylgst með stöðunni þinni í Pei appinu sem má sækja í App Store eða Google Store.

Verðskrá innheimtu

Upphæð lægri en 3.000 kr.

 

  • Áminning 1.178 kr.
  • Fyrsta innheimtubréf 1.612 kr.
  • Símtal 682 kr.
  • Annað innheimtubréf 1.612 kr.
  • Þriðja innheimtubréf 1.612 kr.

 

Upphæð á bilinu 3.000 kr. – 10.499 kr.

 

  • Áminning 1.178 kr.
  • Fyrsta innheimtubréf 2.604 kr.
  • Símtal 682 kr.
  • Annað innheimtubréf 2.604 kr.
  • Þriðja innheimtubréf 2.604 kr.

 

Upphæð á bilinu 10.500 kr. – 84.999 kr.

 

  • Áminning 1.178 kr.
  • Fyrsta innheimtubréf 4.588 kr.
  • Símtal 682 kr.
  • Annað innheimtubréf 4.588 kr.
  • Þriðja innheimtubréf 4.588 kr.

 

Upphæð hærri en 85.000 kr.

 

  • Áminning 1.178 kr.
  • Fyrsta innheimtubréf 7.316 kr.
  • Símtal 682 kr.
  • Annað innheimtubréf 7.316 kr.
  • Þriðja innheimtubréf 7.316 kr.

 

Gildir frá 17. október 2019. Öll verð innifela virðisaukaskatt.

Ef þú lendir í vanskilum getur þú séð stöðu þeirra á Mínum síðum hjá Motus.

Viltu bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun?

Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.

 

Einnig bendum við þér á að skoða https://pei.is/developer til að fá frekari upplýsingar um tengingar við vefverslunarkerfi og fleira.