Pei fyrir fyrirtæki

Með Pei getur þú boðið viðskiptavinum þínum þægileg leið til að borga eins og þeim hentar best.

Spurt og svarað

Af hverju ætti ég bjóða upp á Pei sem greiðsluleið?

Pei er þægileg lausn fyrir fyrirtæki til að taka við greiðslum, hvort sem er í vefverslun eða gegnum posa á staðnum. Bjóðum einnig tengingar við helstu afgreiðslukerfi.

 

Betri þjónusta við viðskiptavini þína

Pei er í notkun á yfir 1500 sölustöðum og um 40.000 einstaklingar sem notað það til að borga fyrir vörur og þjónustu. Pei er því góð leið til að stækka viðskiptamannahópinn.

 

Öryggi

Rafræn auðkenning tryggir öryggi kaupenda og seljenda gagnvart óprúttnum aðilum sem reyna að nálgast persónu- og greiðsluupplýsingar á netinu.

 

Engin áhætta

Pei kannar greiðsluhæfi þeirra sem óska eftir viðskiptum með greiðsluseðlum sem dregur úr líkum á vanskilum. Þú færð uppgjör 14 dögum eftir sölu óháð því hvort greiðslu var frestað eða dreift

 

Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.

Hverjir eru kostir Pei fyrir söluaðila?

Pei gerir viðskiptavinum þínum kleift að borga eins og þeim hentar best. Fjórtán daga greiðslufrest er sjálgefinn en viðkomandi hefur einnig möguleika á að fresta greiðslu um 30 eða 60 daga, eða dreifa á allt að 48 mánuði. Hægt er að bjóða upp á Pei sem greiðslumáta á nokkra vegu:

 

  1. Í vefverslun
    Þú getur tengt greiðslusíðuna okkar við vefversluna þína þar sem viðskiptavinur þinn getur gengið frá greiðslunni eins og viðkomandi hentar best.
  2. Í posa
    Í boði eru snertilausar greiðslur með Pei appinu fyrir posa. Fljótlega og þægileg leið til að ganga frá greiðslu þar sem appið sér um að auðkenna viðskiptavininn.
  3. Senda greiðsluhlekk gegnum sölugátt Pei
    Þú færð aðgang að sölugátt Pei sem er þjónustuvefur til að stofna greiðslur. Viðskiptavinurinn fær sms með link á greiðslusíðu og getur þar gengið frá greiðslunni eins og viðkomandi hentar best.

 

Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.

Hvað kostar að bjóða Pei sem greiðsluleið?

Aðeins er greidd veltutengda þóknun af sölum og eru engin önnur gjöld sem bætast við. Þú færð uppgjör 14 dögum eftir sölu óháð því hvort greiðslu var frestað eða dreift.

 

Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.

Býður Pei uppá tengingar við sölukerfi?

Já Pei býður upp á tengingar við fjölmörg sölukerfi, til dæmis Shopify og Woocommerce. Sjá lista yfir sölukerfi sem við bjóðum uppá.

 

Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.

Viltu bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun?

Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.

 

Einnig bendum við þér á að skoða https://pei.is/developer til að fá frekari upplýsingar um tengingar við vefverslunarkerfi og fleira.

 

Vilt þú vera í þessum hópi?

Yfir 1.500 söluaðilar bjóða upp á Pei. Sendur okkur póst á pei@pei.is ef þú vilt vera með.