Hvernig skrái ég sölu?

Inn á þjónustuvef fyrirtækja getur þú skráð sölu og þannig sent viðskiptavin þínum greiðsluhlekk þar sem viðkomandi getur gengið frá greiðslunni. Ekki er nauðsynlegt að einstaklingur sé skráður notandi Pei til að mótttaka greiðsluhlekk.

 

Undir valmyndinni efst hægra megin á skjánum skal velja Sölur > Skrá nýja sölu.

 

Mynd af viðmótinu

 

Söluupplýsingar

 

 1. Fylltu út kennitölu greiðanda. Ef viðkomandi er þegar notandi að Pei, ættu nafn, netfang og farsími að birtast en að öðrum kosti þarfa að fylla út þær upplýsingar.
 2. Skráðu upplýsingar um söluna, lýsingu og upphæð.
 3. Hægt er að skrá upplýsingar um fleiri en eina vöru með því að velja „Bæta við sölu“ hnappinn.
 4. Veldu svo hnappinn „Áfram í greiðslumáta“.

 

Mynd af viðmótinu

 

Greiðslumáti

 

 1. Hægt er að velja um fjölda gjaldddaga frá einum upp í 48. Ekki er hægt að skipta greiðslum fyrir upphæð undir 20.000 kr. Greiðsluáætlunin ætti að birtast neðar á síðunni.
 2. Það eru þrjár leiðir til að staðfesta kaupinn
  a. Með PIN í gegnum SMS. Viðskiptavinur þinn fær sent SMS í símann sinn með PIN númeri og hefur 5 mínútur til að staðfesta.
  b. Undirrita með rafrænni staðfestingu. Þegar beiðni hefur verið send, hefur viðkomandi 24 klukkustundir til að samþykkja kaupin. Þú getur fylgst með á vefnum hvort beiðnin hafi verið samþykkt eða ekki.
  c. Kaupandi skrifar undir staðfestingu. Ef aðili er ekki með rafræn skilríki þá er hægt að prenta út samninginn til undirritunnar. Gætið þess að haka við að viðkomandi hafi undirritað samningin og að geyma undirritaða eintakið.
 3. Þá ætti ekkert að vera eftir nema að velja hnappinn „Ganga frá sölu“.