Hvernig skrái ég sölu?
Í sölugáttinni getur þú handskráð sölu ef viðskiptavinurinn er á staðnum hjá þér.

Söluupplýsingar
- Undir valmyndinni efst hægra megin á skjánum skal velja Sölur > Skrá nýja sölu.
- Fylltu út kennitölu greiðanda. Ef viðkomandi er þegar notandi að Pei, ættu nafn, netfang og farsími að birtast en að öðrum kosti þarfa að fylla út þær upplýsingar.
- Skráðu upplýsingar um söluna, vöruheiti, magn og einingaverð.
- Hægt er að skrá upplýsingar um fleiri en eina vöru með því að velja „Bæta við sölu“ hnappinn.
- Veldu svo hnappinn „Áfram í greiðslumáta“.

Greiðslumáti
- Hér er hægt að velja fjölda gjalddaga ef viðskiptavinur óskar eftir því. Ef greiðslan er skilin eftir í einum gjalddaga þá getur viðskiptavinurinn dreift kaupunum sjálfur í Pei appinu eða á Pei.is allt að 14 dögum eftir að viðskiptin eiga sér stað. Ekki er hægt að skipta greiðslum fyrir upphæðir undir 20.000 kr. Greiðsluáætlunin ætti að birtast neðar á síðunni.
- Það eru þrjár leiðir til að staðfesta kaupinn
a. Með PIN í gegnum SMS. Viðskiptavinur fær sent SMS í símann sinn með PIN númeri sem hann afhendir söluaðila til staðfestingar í viðmótinu.
b. Undirrita með rafrænni staðfestingu. Gætið að því að viðskiptavinurinn sé með símann ólæstan áður en þessi leið er valinn.
c. Kaupandi skrifar undir staðfestingu. Ef hinar tvær leiðirnar eru ekki í boði einhverra hluta vegna þá er hægt að prenta út lánasamninginn til undirritunnar. Gætið þess að haka við að viðkomandi hafi undirritað samningin og að geyma undirritaða eintakið.
- Þá ætti ekkert að vera eftir nema að velja hnappinn „Ganga frá sölu“. Bæði söluaðilinn og viðskiptavinur ættu að fá sendan tölvupóst með staðfestingu á að kaupin séu frágengin og söluaðili getur afhent viðskiptavin vöruna.
Express
Einnig er í boði að velja Express ferlið til að skrá sölu en það er einskonar flýtimeðferð. Sölur með Express eru eingreiðslur en viðskiptavinur getur dreift sjálfur eftir á í Pei appinu.

- Undir Sölur > Skrá sölu skaltu velja Express
- Þú skráir inn upplýsingar um söluna. Sjálfgefið vöruheiti er „Sala“ en hægt er að breyta því.
- Sláðu inn kennitölu viðkomandi eða einkvæman 12 stafa barkóða sem viðskiptavinur sýnir þér í Pei appinu. Ef viðskiptavinur er þegar notandi að Pei munu upplýsingar um viðkomandi fyllast út sjálfkrafa..
- Veldu „Staðfesta sölu“ og þá ætti viðkomandi að fá sms til að staðfesta söluna, eða ef barkóði var sleginn inn, staðfestist salan um leið.