Hvernig borga ég með Pei?

Það eru tvær leiðir til að borga með Pei:

 

Í vefverslun
Þegar þú ert að borga velur þú Pei sem greiðsluleið og við það færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan þessara 14 daga getur þú farið inn á þjónustuvefinn eða appið og sótt um 30 eða 60 daga frest eða dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði. Greiðsluseðill berst í heimabanka 10 dögum fyrir eindaga.

 

Í verslun
Ef þú ert með Pei appið getur þú greitt með því í verslun á svipaðan hátt og þegar greitt er með greiðslukorti í síma. Þegar þú ert að borga velur þú Pei sem greiðsluleið í posa eða við kassann og við það færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan 14 daga greiðslufrestsins getur þú farið inn á þjónustuvefinn eða appið og sótt um 30 eða 60 daga frest eða dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði. Greiðsluseðill berst í heimabanka 10 dögum fyrir eindaga.