Hvar get ég breytt eða fellt niður sölu?

Mynd af þjónustuvefnum

 

  1. Byrjið á að fara inn á sölugáttina og veljið Sala > Söluyfirlit sem er efst á síðunni hægra megin á síðunni.
  2. Hægt er að smella á örina sem er vinstra megin við færsluna til að sjá nánari upplýsingar.
  3. Vinstra megin við færslu birtast tvö tákn. Skiptilykill er notaður til að lækka upphæð færslu ef vara er ekki til eða viðskiptavinur skilar vöru. Vinsamlega athugið að ekki er hægt að hækka höfuðstól á færslu eftir á aðeins lækka. X-ið er notað til að fella færslu alveg niður. Þegar færsla er felld niður þarf að skrifa inn ástæðu niðurfellingar til að staðfesta.

Athugið að ekki er hægt að breyta færslu eða fella hana niður ef hún hefur þegar verið greidd út, eða ef viðskiptavinur hefur breytt færslunni með því að dreifa henni eða bæta við greiðslufresti.

Þessi vefsíða
notar vafrakökur

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun

Stillingar fyrir vafrakökur

Samþykkja notkun