Hvernig borga ég með Pei?

Í vefverslun
Þú einfaldlega velur Pei í greiðsluferlinu og færð sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest.

 

Í verslun
Vertu með Pei appið og þú getur greitt með því á svipaðan hátt og með greiðslukorti í síma. Veldu Pei sem greiðsluleið í posa eða við kassann og fáðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest.

 
Hvort sem þú verslaðir á vefnum eða í verslun þá getur þú innan 14 daga frestsins farið í Pei appið eða á Mínar síður, og sótt um 30 eða 60 daga frest eða dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði. Greiðsluseðill berst í heimabanka 10 dögum fyrir eindaga.

Hvað er Pei?

Með Pei getur þú keypt núna og borgað seinna. Þegar þú gengur frá kaupum færðu alltaf 14 daga greiðslufrest sem svo er hægt að lengja í 30 eða 60 daga eða dreifa greiðslunum í allt að 48 mánuði. Lágmarksupphæð dreifingar er 30.000 kr.

 

Í Pei appinu geturðu skoðað heimildina þína og fundið lista yfir alla 1.500 söluaðilana sem taka við Pei sem greiðslu. Þú finnur Pei appið í App Store eða Google Store og notar rafræn skilríki til að innskráningar.

Þessi vefsíða
notar vafrakökur

Stillingar fyrir vafrakökur

Samþykkja notkun