Borgaðu eins og þér hentar

Með Pei getur þú keypt strax það sem þig vantar og borgað eins og þér hentar best.

Sækja appið

Leiðir í boði

→14

Fresta

0% vextir í 14 daga

30/60

Fresta

0% vextir í 30 eða 60 daga

→48

Dreifa

Allt að 48 mánuðir

Verslað með Pei

Yfir 1.500 söluaðilar bjóða upp á Pei.

Spurt og svarað

Hvernig borga ég með Pei?

Í vefverslun
Þú einfaldlega velur Pei í greiðsluferlinu og færð sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest.

 

Í verslun
Vertu með Pei appið og þú getur greitt með því á svipaðan hátt og með greiðslukorti í síma. Veldu Pei sem greiðsluleið í posa eða við kassann og fáðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest.

 
Hvort sem þú verslaðir á vefnum eða í verslun þá getur þú innan 14 daga frestsins farið í Pei appið eða á Mínar síður, og sótt um 30 eða 60 daga frest eða dreift greiðslunum í allt að 48 mánuði. Greiðsluseðill berst í heimabanka 10 dögum fyrir eindaga.

Hvað kostar að nota Pei?

Verðskráin gildir frá 22. september 2023

Fresta í 14 daga

  • Fyrir upphæð lægri en 3.000 kr. er 99 kr. greiðslugjald
  • Fyrir upphæð á bilinu 3.001-20.000 kr. er 199 kr. greiðslugjald
  • Fyrir upphæð hærri en 20.001 kr. er 299 kr. greiðslugjald
  • Vextir eru 0%
  • Lántökugjald er 0%

 

Fresta í 30 daga

30 daga frestur er í boði fyrir upphæðir frá 3.000 kr.

  • Fyrir upphæð á bilinu 3.000-10.000 kr. er 199 kr. greiðslugjald
  • Fyrir upphæð hærri en 10.001 kr. er 399 kr.
  • Vextir eru 0%
  • Lántökugjald er 2,95%

 

Fresta í 60 daga

60 daga frestur er í boði fyrir upphæðir frá 3.000 kr.

  • Fyrir upphæð á bilinu 3.000 – 9.999 kr. er 199 kr. greiðslugjald
  • Fyrir upphæð 10.000 kr. og hærri er 399 kr. greiðslugjald
  • Vextir eru 0%
  • Lántökugjald er 4,95%

 

Dreifa

Greiðsludreifing er í boði fyrir upphæðir frá 30.000 kr.

  • Fyrir upphæð á bilinu 30.000-49.999 kr. er 99 kr. greiðslugjald
  • Fyrir upphæð á bilinu 50.000-99.999.kr. er 199 kr.
  • Fyrir upphæð hærri en 100.000 kr. er 349 kr.
  • Ársvextir eru 18,65%
  • Lántökugjald er 3,95%
  • Afborgunargjald greiðsludreifingar er 549 kr.

 

*Vextir og lántökugjald kunna að vera önnur en verðskráin segir til um – aldrei hærra en mögulega lægra.

Hvað ákvarðar heimildina mína?

Lánaheimildir í Pei eru m.a. ákvarðaðar út frá lánshæfismati Creditinfo, aldri lántaka og lánareglum Pei. Lágmarksaldur til að taka Pei lán er 20 ár og verður notandi að vera íslenskur ríkisborgari.

 

  • Lánaheimild í Pei er að hámarki 2.000.000 kr.
  • Hámarksfjöldi kaupa eru 15 virk (ógreidd) kaup í einu
  • Hámarksfjöldi kaupa eru 5 innan sama dags
  • Lágmarksupphæð til dreifingar er 30.000 kr.
  • Lágmarksupphæð til að fresta í 30 eða 60 daga er 3.000 kr.

 

Ef þú vilt skoða lánshæfismatið þitt þá bendum við þér á að skrá þig inn á Mitt Creditinfo á creditinfo.is.

Hvar sé ég heimildina mína?

Í Pei appinu

Þú sérð heimildina (Til ráðstöfunnar) á forsíðu appsins með því að velja „Sýna“.

 

Skoða heimild í appinu

 

Þú sækir Pei appið í App Store eða Google Store.

 

Á Mínum síðum

Þú innskráir þig á Mínar síður með rafrænum skilríkjum. Efst á síðunni sérðu hvaða heimild þú ert með og stöðu notkunnar.

 
Skjámynd af Mínum síðum

Hvar sé ég yfirlit yfir notkunina mína?

Í appinu

Þú sérð yfirlit yfir notkun þína á fyrstu opnunni í Pei appinu. Þú sækir appið í App Store eða Google Store.

 

Mynd af appinu

 

Á Mínum síðum

Skráðu þig inn á mitt.pei.is með rafrænum skilríkjum. Á yfirlitssíðu sést yfirlit yfir færslur og heildarnotkun bæði hvað varðar veltu og fjölda kaupa.

  • Kaup geta verið í mismunandi stöðum og er hver staða auðkennd með einföldum hætti

 
Mynd af þjónustuvefnum

 

Hvenær kemur greiðsluseðillinn í heimabankann?

Greiðsluseðillinn berst í heimabankann 10 dögum fyrir eindaga. Þú getur dreift og frestað greiðslunni fram að eindaga í Pei appinu.

Af hverju fæ ég höfnun þegar ég ætla að borga?

Það gætu verið tvær ástæður fyrir höfnuninni:
 

  • Skortur á úttektarheimild. Hámarksheimild í Pei er 2.000.000 kr. en ræðst þó af aldri og hversu gott lánshæfismat þú ert með hversu há heimildin er. Þú getur séð heimildina þín í Pei appinu eða á Mínum síðum.
  • Hámarksfjöldi kaupa. Hægt er að vera með 15 virk (ógreidd) kaup hjá Pei í einu, þar af 5 kaup innan sama dags.
Hvernig get ég dreift eða frestað greiðslu?

Þegar þú hefur gengið frá kaupum með Pei færðu sjálfkrafa 14 daga greiðslufrest. Innan þessara 14 daga getur þú farið á Mínar síður eða í appið, og frestað eða dreift greiðslunum.

 

  • Hægt er að velja milli þessa að fresta greiðslu í 30 eða 60 daga
  • Hægt er að dreifa upphæð að 1.000.000 kr. á allt að 36 mánuði
  • Hægt er að dreifa upphæð frá 1.000.000 til 2.000.000 kr. á allt að 48 mánuði standist þú lánareglur Pei

Ekki bíða of lengi með að fresta greiðslu, þar sem í einstaka tilvikum er um færri daga en 14 að ræða.

 

Þú sækir Pei appið í App Store eða Google Store.

Hvað gerist ef ég get ekki borgað?

Öll vanskil fara í innheimtu hjá Motus. Innheimta er kostnaðarsöm og því hvetjum við þig til að forðast slíkt. Innheimtuferli Pei er eftirfarandi:

 

  • Áminning er send 2 dögum eftir eindaga kröfu
  • Innheimtubréf 1 er sent 12 dögum eftir eindaga
  • Símtal
  • Innheimtubréf 2 er sent 22 dögum eftir eindaga
  • Innheimtubréf 3 er sent 32 dögum eftir eindaga

 

Kostnaður við innheimtu fer eftir upphæð kröfunnar. Sjá verðskrá Motus fyrir innheimtukostnað.

 

Ef þú lendir í vanskilum getur þú séð stöðu þeirra á Mínum síðum hjá Motus.

Þessi vefsíða
notar vafrakökur

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun

Stillingar fyrir vafrakökur

Samþykkja notkun