Leiðbeiningar fyrir söluaðila

 

Söluaðilar hafa aðgang að Sölugátt Pei þar sem að þeir geta skoðað söluyfirlit og uppgjör, auk þess að geta skráð og fellt niður sölur.

 

Á síðunni Developer má einnig finna leiðbeiningar og viðbætur fyrir vefsölukerfi.

Hvað er munurinn á því að skrá sölu og senda greiðsluhlekk?

Það eru tvær leiðir til að skrá sölu í Sölugátt Pei:

 

1. Greiðsluhlekkur. Notað þegar viðskiptavinurinn er ekki á staðnum. Þú skráir upplýsingar um söluna og linkur er sendur á netfang eða símanúmer viðkomandi sem getur þá gengið frá greiðslunni.
 
2. Skrá sölu. Notað þegar viðskiptavinur er á staðnum hjá þér. Þú skráir upplýsingar um söluna og viðskiptavinur getur þá samþykkt kaupinn rafrænt, með SMS eða undirrritað samning.

Einnig er í boði að nota Express feril sem einfölduð útgáfa af því að skrá sölu.

Hvernig skrái ég sölu?

Í sölugáttinni getur þú handskráð sölu ef viðskiptavinurinn er á staðnum hjá þér.

 

Mynd af viðmótinu

 

Söluupplýsingar

 

  1. Undir valmyndinni efst hægra megin á skjánum skal velja Sölur > Skrá nýja sölu.
  2. Fylltu út kennitölu greiðanda. Ef viðkomandi er þegar notandi að Pei, ættu nafn, netfang og farsími að birtast en að öðrum kosti þarfa að fylla út þær upplýsingar.
  3. Skráðu upplýsingar um söluna, vöruheiti, magn og einingaverð.
  4. Hægt er að skrá upplýsingar um fleiri en eina vöru með því að velja „Bæta við sölu“ hnappinn.
  5. Veldu svo hnappinn „Áfram í greiðslumáta“.

 

Mynd af viðmótinu

 

Greiðslumáti

 

  1. Hér er hægt að velja fjölda gjalddaga ef viðskiptavinur óskar eftir því. Ef greiðslan er skilin eftir í einum gjalddaga þá getur viðskiptavinurinn dreift kaupunum sjálfur í Pei appinu eða á Pei.is allt að 14 dögum eftir að viðskiptin eiga sér stað. Ekki er hægt að skipta greiðslum fyrir upphæðir undir 20.000 kr. Greiðsluáætlunin ætti að birtast neðar á síðunni.
  2. Það eru þrjár leiðir til að staðfesta kaupinn

    a. Með PIN í gegnum SMS. Viðskiptavinur fær sent SMS í símann sinn með PIN númeri sem hann afhendir söluaðila til staðfestingar í viðmótinu.
     
    b. Undirrita með rafrænni staðfestingu. Gætið að því að viðskiptavinurinn sé með símann ólæstan áður en þessi leið er valinn.
     
    c. Kaupandi skrifar undir staðfestingu. Ef hinar tvær leiðirnar eru ekki í boði einhverra hluta vegna þá er hægt að prenta út lánasamninginn til undirritunnar. Gætið þess að haka við að viðkomandi hafi undirritað samningin og að geyma undirritaða eintakið.
  3. Þá ætti ekkert að vera eftir nema að velja hnappinn „Ganga frá sölu“. Bæði söluaðilinn og viðskiptavinur ættu að fá sendan tölvupóst með staðfestingu á að kaupin séu frágengin og söluaðili getur afhent viðskiptavin vöruna.

 


 

Express
 

Einnig er í boði að velja Express ferlið til að skrá sölu en það er einskonar flýtimeðferð. Sölur með Express eru eingreiðslur en viðskiptavinur getur dreift sjálfur eftir á í Pei appinu.

 

Mynd af Express viðmótinu

 

  1. Undir Sölur > Skrá sölu skaltu velja Express
  2. Þú skráir inn upplýsingar um söluna. Sjálfgefið vöruheiti er „Sala“ en hægt er að breyta því.
  3. Sláðu inn kennitölu viðkomandi eða einkvæman 12 stafa barkóða sem viðskiptavinur sýnir þér í Pei appinu. Ef viðskiptavinur er þegar notandi að Pei munu upplýsingar um viðkomandi fyllast út sjálfkrafa..
  4. Veldu „Staðfesta sölu“ og þá ætti viðkomandi að fá sms til að staðfesta söluna, eða ef barkóði var sleginn inn, staðfestist salan um leið.
Hvernig sendi ég greiðsluhlekk?

Að senda greiðsluhlekk er notað þegar viðskiptavinurinn er ekki á staðnum hjá þér. Þú skráir upplýsingar um söluna og tengill er sendur í sms’i á símanúmer viðkomandi sem getur þá gengið frá greiðslunni

 

  1. Veldu Sölur > Stofna greiðsluhlekk
  2. Fylltu út kennitölu greiðanda. Ef viðkomandi er þegar notandi að Pei, ættu nafn, netfang og farsími að birtast en að öðrum kosti þarfa að fylla út þær upplýsingar.
  3. Skrifaðu inn tilvísun
  4. Skráðu upplýsingar um söluna, vöruheiti, magn og einingaverð.
  5. Hægt er að skrá upplýsingar um fleiri en eina vöru með því að velja „Bæta við sölu“ hnappinn.
  6. Veldu hnappinn „Stofna hlekk“. Þá færðu möguleika á að senda greiðsluhlekkinn á viðskiptavininn í gegnum SMS, tölvupóst og/eða í gegnum Push Notification í Pei appið. Hægt er að haka við alla möguleika eða velja einn. Einnig birtist slóðin á hlekkinn neðst sem er hægt að afrita og senda í gegnum aðrar samskiptaleiðir eins og spjallforrit eða samfélagsmiðla.

 
Þú getur svo fylgst með hvort viðskiptavinir hafi gengið frá greiðslu inn á síðunni Söluyfirlit.

 

Hvar finn ég uppgjör fyrir sölur?

 

  1. Í sölugáttinni undir Uppgjör sem er efst á síðunni hægra megin er hægt að skoða færslur sem hafa verið gerðar upp.
  2. Hægt er að leita að tilteknum færslum, til dæmis eftir dagsetningu eða kennitölu.
  3. Hægt er að taka út gögnin í Excel til að vinna með frekar.
Hvar get ég breytt eða fellt niður sölu?

Mynd af þjónustuvefnum

 

  1. Byrjið á að fara inn á sölugáttina og veljið Sala > Söluyfirlit sem er efst á síðunni hægra megin á síðunni.
  2. Hægt er að smella á örina sem er vinstra megin við færsluna til að sjá nánari upplýsingar.
  3. Vinstra megin við færslu birtast tvö tákn. Skiptilykill er notaður til að lækka upphæð færslu ef vara er ekki til eða viðskiptavinur skilar vöru. Vinsamlega athugið að ekki er hægt að hækka höfuðstól á færslu eftir á aðeins lækka. X-ið er notað til að fella færslu alveg niður. Þegar færsla er felld niður þarf að skrifa inn ástæðu niðurfellingar til að staðfesta.

Athugið að ekki er hægt að breyta færslu eða fella hana niður ef hún hefur þegar verið greidd út, eða ef viðskiptavinur hefur breytt færslunni með því að dreifa henni eða bæta við greiðslufresti.

Hvernig breyti ég lykilorði að þjónustuvefnum?
  1. Ef þú ert þegar búin að innskrá þig þá skaltu smella á valmyndina efst í hægra horninu á skjánum og þar undir Breyta lykilorði.
  2. Þá opnast síða þar sem þú getur búið til nýtt lykilorð, sjá neðri skjámynd.

 

Mynd af þjónustuvefnum

Mynd af þjónustuvefnum

Hvernig set ég inn logó fyrir fyrirtækið mitt?

Inn á Sölugáttinni getur þú hlaðið inn merki fyrirtækisins þíns þannig að það sé sýnilegt á greiðslusíðunni þinni og á prófíl fyrirtækis þíns í Pei appinu.

 

Mynd af viðmóti

 

  1. Veldu notandann þinn og þar undir Logó stillingar.
  2. Til hlaða inn mynd skaltu ýta á hnappinn „Velja mynd“. Mælst til þess að myndirnar séu á png skráarformati með transparent bakgrunn.
  3. Þegar búið er að hlaða inn myndunum ættu þær að birtast á greiðslusíðu og sömuleiðis í Pei appinu undir söluaðilar.
Hvernig stofna ég notendur eða breyti?

Ef þú ert yfirnotandi að Pei hjá þínu fyrirtæki þá getur þú stofnað notendur fyrir aðra sem starfa með þér. Ef þú þarft að loka notenda þá vinsamlega sendu beiðni þess efnis á pei@pei.is.

 

  1. Smelltu á notendanafnið þitt sem er efst í hægra horninu á skjánum
  2. Veldu Umsjón notenda úr fellivalmyndinni.
  3. Veldu Nýskrá notanda til að stofna aðgang fyrir aðila.
  4. Úr listanum yfir notendur getur þú valið að Breyta til uppfæra netfang, símanúmer eða breyta heimildum viðkomandi.

Mynd af viðmótinu

Býður Pei uppá tengingar við sölukerfi?

Já Pei býður upp á tengingar við fjölmörg sölukerfi, til dæmis Shopify og Woocommerce. Sjá lista yfir sölukerfi sem við bjóðum uppá.

 
Logo samstarfsaðila
 

Ef þú hefur áhuga á að bjóða Pei sem greiðsluleið í þinni verslun þá ekki hika við að senda fyrirspurn á okkur á pei@pei.is.

Þessi vefsíða
notar vafrakökur

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun

Stillingar fyrir vafrakökur

Samþykkja notkun